Björgin

Geðræktarmiðstöð Suðurnesja

Opnunartími um jólin

Björgin býður upp á valdeflandi endurhæfingu, félagslega þátttöku og daglega virkni í öruggu og stuðningsríku umhverfi.

Aðstaða Bjargarinnar

Björgin heldur út starfsemi sína í tveimur húsnæðum. Í aðalhúsi Bjargarinnar að Suðurgötu 12-14 eru skrifstofur ráðgjafa og aðstaða sem einstaklingar geta nýtt sér. Þar er iðja þar sem hver og einn getur fundið eitthvað sér við hæfi.

Einnig er aðstaða í Hvammi að Suðurgötu 15-17. Þar er fyrirlestrarsalur sem nýttur er fyrir hin ýmsu tilefni, eins og hópastarf og fræðslu. Margir liðir í dagskrá Bjargarinnar fara fram í Hvammi þar sem aðstaðan hentar fyrir ýmislegt.

„Björgin gaf mér öryggi, rútínu og fólk sem trúði á mig þegar ég átti erfitt með að trúa á mig sjálfa.“

ÞJÓNUSTULEIÐIR

 Björgin býður upp á margskonar þjónustu og er öllum velkomið að koma og fá ráðgjöf. Ekki þarf tilvísun til þess að sækja þjónustu í Björginni. Björgin býður upp á tvær þjónustuleiðir, athvarf og endurhæfingu, sem henta mismunandi þörfum og aðstæðum.