Bjargráð
Bjargráð er samstarfsverkefni með notendum Bjargarinnar – Geðræktarmiðstöðvar Suðurnesja.
Markmiðið er að safna saman bjargráðum sem hafa hjálpað fólki að takast á við erfiða tíma og miðla þeim áfram í þessari bók. Notendur gáfu okkur innsýn inn í þeirra vegferð og hvaða bjargráð hafa hjálpað þeim í gegnum lífsleiðina.
Hér deila einstaklingar því sem hefur virkað, litlum venjum, hugmyndum og leiðum sem hafa létt á sál og líkama. Þessi bók er vitnisburður um von, seiglu og fjölbreytileika leiðanna sem við veljum til að halda áfram.
Þín bjargráð skipta máli. Þau geta orðið öðrum innblástur, stuðningur og áminning um að bati er mögulegur.
Við þökkum notendum Bjargarinnar innilega fyrir að taka þátt í þessu samvinnuverkefni með okkur.



